Fara í efni

Golfklúbbur Sauðárkróks - Bygging aðstöðuhúss

Málsnúmer 0806065

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 438. fundur - 19.06.2008

Stjórn Golfklúbbs Sauðárkróks óskar eftir viðræðum um byggingu aðstöðuhúss fyrir klúbbinn og mögulegri aðkomu sveitarfélagsins að fjármögnun hennar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn klúbbsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008

Afgreiðsla 438. fundar byggðarráðs staðfest á 230. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 442. fundur - 14.08.2008

Fundur hófst á heimsókn byggðarráðsfulltrúa ásamt sveitarstjóra á golfvöllinn á Sauðárkróki, þar sem kynnt var starfsemi klúbbsins og hvernig búið er að henni í dag ásamt því að kynntar voru hugmyndir félagsmanna um bætta aöstöðu. Byggðarráð þakkar golfklúbbsmönnum fyrir kynninguna og felur sveitarstjóra að athuga nánar með aðkomu sveitarfélagsins að málinu. Mun síðan verða aftur um það fjallað í byggðarráði.