Fara í efni

Skotsvæði Ósmann

Skotfélagið Ósmann hefur aðstöðu á Reykjaströnd í Skagafirði.

Á skotsvæðinu er löglegur Skeet og Trapp völlur með Beomat vélum, riffilbraut með skýli og 3 borðum, mörk á 25-50-100-150-200m og bogfimisvæði. Þar er einnig vallarhús með kaffiaðstöðu.

Stærsti þáttur starfsemi skotfélagsins er rekstur skotvallarins og það sem honum tengist.

Skotfélagið tekur á móti og setur upp viðburði fyrir hópa á borð við óvissuferðir, steggja/gæsa hópa, starfsmannafélög o.s.frv. Undanfarin ár hefur félagið séð um verklegan þátt skotvopnaleyfis fyrir umhverfisstofnun og aðstoðað við fuglatalningu sé þess óskað. 

Heimasíða Skotfélagsins Ósmanns