Fara í efni

Dýrahald

Gæludýr eru velkomin í Skagafirði en skylda er að skrá gæludýr í þéttbýli.

Sveitarfélagið býður upp á ormhreinsun hunda og katta eftir nánar auglýstum tíma einu sinni á ári og er það innifalið í gæludýragjaldi.

 

Skráning og afskráning gæludýra

  •  


 
Helstu reglur um hundahald
  • Leyfi fyrir hundi er bundið við nafn og heimilisfang eiganda og bundið við þann hund sem sótt er um leyfi fyrir
  • Hundar skulu vera ormahreinsaðir á hverju ári
  • Hundar skulu vera örmerktir og ávallt með ól um hálsinn með plötu á sem í er grafið skráningarnúmer hundsins
  • Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa innan marka þéttbýlis
  • Hundar skulu ávallt vera í taumi utanhúss og í fylgd manneskju sem hefur fullt vald yfir þeim
  • Nánari reglur er að finna í samþykkt um hunda- og kattahald hér á síðunni

 
Helstu reglur um kattahald
  • Leyfi til kattahalds er bundið við nafn og heimilisfang eiganda og bundið við þann kött sem sótt er um leyfi fyrir
  • Kettir skulu vera ormahreinsaðir og hreinsaðir af öðrum sníkjudýrum á hverju ári
  • Kettir skulu vera örmerktir og ávallt með ól um hálsinn með plötu á sem í er grafið skráningarnúmer kattarins
  • Eigendum og umráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma og eftir atvikum takmarka útiveru katta, m.a. að næturlagi
  • Nánari reglur er að finna í samþykkt um hunda- og kattahald hér á síðunni

 
Búfjárhald í þéttbýli Skagafjaarðar
  • Búfjárhald er aðeins heimilt í þéttbýli í sérstaklega skipulögðum hverfum og að fengnu sérstöku leyfi
  • Umsókn um búfjárhald í þéttbýli skal senda skriflega til Landbúnaðarnefndar Skagafjarðar, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki eða á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is

Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald

Prenta gjaldskrá
Gjald
Verð
Árgjald fyrir hund í þéttbýli Skagafjarðar
12.408 kr
Árgjald fyrir kött í þéttbýli Skagafjarðar
8.685 kr
Handsömunargjald í fyrsta skipti á dýr*
12.408 kr
Handsömunargjald ef dýr er handsamað aftur*
24.815 kr
* Að auki skal greiða þann kostnað, sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi hunds/kattar.