Fara í efni

Reykjavíkurflugvöllur

Málsnúmer 0809027

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 445. fundur - 11.09.2008

Eftirftirfarandi ályktun lögð fram og samþykkt:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafnar hugmyndum um flutning innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki í öryggisneti landsmanna þar sem nálægðin við Landsspítala Háskólasjúkrahús er hvað mikilvægust Aðgengi landsbyggðar að stjórnsýslu, viðskipta- , menningar- og menntalífi landsins, sem hefur meginstarfsemi í höfuðborginni, má ekki takmarka frekar en fjarlægðir gera nú þegar. Á það skal minnt að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og því hafa borgaryfirvöld skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum. Skorað er á borgaryfirvöld og ríkisvaldið að kveða endanlega uppúr með staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í nágrenni miðborgarinnar og hefja nú þegar tímabærar framkvæmdir við nýja samgöngumiðstöð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 233. fundur - 23.09.2008

Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs 11.09.08 staðfest á 233. fundi sveitarstj. 23.09.08 með níu atkvæðum.