Fara í efni

Samgöngumál - héraðsvegir

Málsnúmer 0906008

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 43. fundur - 05.06.2009

Á fundinn kom Víglundur Rúnar Pétursson til viðræðna við nefndina. Rætt um helstu breytingar og nýmæli sem tóku gildi með nýjum vegalögum nr. 80/2007. Ekki eru lengur sérstakar fjárveitingar til héraðsvega, (áður safnvegir). Fjárhæð sem veitt er nú til þjónustu allra vega í umdæminu er ein upphæð sem útdeilt er í umdæmisskrifstofu Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Fjárhæðinni er skipt eftir umferðarþunga og lengd vega. Héraðsvegir eru þeir vegir sem áður voru safnvegir og tengivegir styttri en 10 km. Áformað er samhliða nýframkvæmd á Skagafjarðarvegi að leggja reiðleið með veginum frá Héraðsdalsvegi að Starrastöðum og frá Hafgrímsstöðum að Sölvanesvegi. Víglundur Rúnar upplýsir að Vegagerðin áformi að fella út af vegaskrá eftirtalda vegi: Haganesvíkurveg frá Siglufjarðarvegi við Ysta-Mó að Vík í Haganesvík, veginn austan Sléttuhlíðarvatns frá Siglufjarðarvegi að Hrauni norðanfrá, Bæjarveg frá Vogum að Bæ á Höfðaströnd og Deildardalsveg frá Stafnshóli að Skuggabjörgum. Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir undrun sinni á því að svona ákvarðanir séu teknar án nokkurs samráðs við Sveitarfélagið eða landeigendur. Óskað er eftir að Vegagerðin hafi samráð við heimamenn við slíka ákvarðanatöku.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Sveitarstjórn tekur undir bókun umhverfis- og samgöngunefndar frá 5. júní 2009. Jafnframt er tekið undir bókun stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 22. maí sl um sama málefni. Sveitarstjórn samþykkir að vísa þessari bókun og bókun umhverfis- og samgöngunefndar til samgönguráðherra og Samgöngunefndar Alþingis. Samþykkt með níu atkvæðum.