Fara í efni

Rekstraryfirlit 2009

Málsnúmer 0912118

Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 4. fundur - 16.12.2009

Lögð fram útskrift úr bókhaldi Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir tímabilið janúar-nóvember 2009 og áætlaða hlutdeild Akrahrepps.

Sveitarfélagið Skagafjörður mun senda fyrstu kröfu nú í desember á alla aðila sem standa að byggingu viðbyggingar við verknámshús FNv.

Vatnsveituframkvæmdir á Vindheimamelum vegna LH 2010. Akrahreppur mun taka þátt í verkefnum tengdum Vindheimamelum með sama hætti og áður.

Fræðslustjóra falið að taka saman eftirfarandi gögn: Reglur um tímafjölda í leikskólum í Skagafirði, kostnað pr. barn í Leiksk. Birkilundi m.v. aðra leikskóla í Skagafirði, nýtingu barna úr Akrahreppi árið 2009. Einnig fá upp fjölda nemenda í Tónlistarskóla Skagafjarðar sem eru með lögheimili utan Skagafjarðar. Jafnfram fá upplýsingar um skiptingu nemenda eftir sveitarfélögum, námi og hvort um er að ræða hálfa eða fulla kennslu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Fundargerð 4. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkævðum.