Fara í efni

Úrskurður um gjaldþrotaskipti

Málsnúmer 1004108

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 516. fundur - 12.05.2010

Lagður fram til kynningar úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 20. apríl sl., um gjaldþrot Jarðgerðar ehf.

Undirritaður telur mikilvægt að Byggðarráð Skagafjarðar hefji nú þegar viðræður við kröfuhafa Jarðgerðar ehf. um möguleika þess að í sveitarfélaginu verði áfram sambærileg starfsemi og fyrirtækið Jarðgerð ehf. var stofnað til.

Gísli Árnason

Byggðarráð telur ekki tímabært að fara í formlegar viðræður við kröfuhafa, en felur sveitarstjóra að kanna leiðir sem mögulegar eru til að halda starfseminni áfram á svæðinu.

Sigurður Árnason vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Bjarni Jónsson tók til máls og vakti athygli á bókun Gísla Árnasonar.

Afgreiðsla 516. fundar byggðaráðs staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson sat hjá og Sigurður Árnason tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.