Fara í efni

Umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra

Málsnúmer 1101210

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 544. fundur - 03.02.2011

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra (einbýli), 214. mál.

Byggðarráð tekur undir markmið frumvarpsins um bættan aðbúnað aldraðra á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Byggðarráð leggur áherslu á að við samþykkt frumvarpsins fylgi jafnframt aukið fjárframlag frá ríki til málaflokksins til þess að markmið þess nái fram að ganga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 275. fundur - 22.02.2011

Afgreiðsla 544. fundar byggðaráðs staðfest á 275. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.