Fara í efni

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra

Málsnúmer 1207059

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 597. fundur - 12.07.2012

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá velferðarráðuneytinu, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014 og þeim verkefnum sem sveitarfélögunum er falið að hafa umsjón með. Erindið fer til afgreiðslu hjá félags- og tómstundanefnd.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 187. fundur - 28.08.2012

Lagt fram tölvubréf Velferðarráðuneytisins dags. 4.7.2012, þar sem vakin er athygli á samþykkt Alþingis á framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra, sérstaklega 5 verkefnum sem tilgreind eru á ábyrgðarsviði sveitarfélaganna.

Félags og tómstundanefnd beinir þeim tilmælum til sveitarstjóra og framkvæmdaráðs að skipaðir verði ábyrgðaraðilar úr hópi sviðsstjóra/annarra stjórnenda fyrir hvern málaflokk en þeir eru: 1) Manngert umhverfi 2)Almenningssamgöngur 3) Upplýsingar 4) Félagslíf fatlaðra barna og ungmenna 5) Samfella milli skólastiga.
Málið verður aftur tekið fyrir á fundi Félags og tómstundanefndar í október 2012.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 187. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.