Fara í efni

Fuglahús- gjöf frá NNV

Málsnúmer 1306013

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 626. fundur - 06.06.2013

Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur fært Sveitarfélaginu Skagafirði veglegt fuglahús að gjöf. Smíði hússins var kostuð af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups, Verkfræðistofunni Stoð, Tréiðnaðardeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga, auk þess lagði NNV fé og vinnu í verkið.
Byggðarráð þakkar þeim sem að málinu komu fyrir þessa veglegu gjöf sem mun nýtast vel til að auka fjölbreytileika í afþreyingu fyrir íbúa og gesti í héraðinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Afgreiðsla 626. fundar byggðaráðs staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.