Fara í efni

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2013-2014

Málsnúmer 1309147

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 92. fundur - 25.09.2013

Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að sækja um byggðakvóta vegna byggðarlaga sveitarfélagsins með sambærilegum hætti og undanfarin ár. Nefndin vill hnykkja á því í umsókninni að lögð verði sérstök áhersla á að tekið verði tillit til erfiðrar stöðu Hofsóss og skerðinga liðinna ára þegar byggðakvóta yfirstandandi fiskveiðiárs verður úthlutað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 93. fundur - 01.11.2013

Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2013/2014 fellur þannig að Sauðárkrókur fær 70 þorskígildistonn og Hofsós 41 þorskígildistonn.

Samþykkt að leggja til sömu efnislegu breytingar og frá fyrra ári á reglugerð um úthlutun á byggðakvóta til fiskiskipa. Samþykkt hvað vinnsluskyldu í sveitarfélaginu varðar verði miðað við 88% af því aflamarki sem fiskiskip fá úthlutað í gegnum byggðakvóta á tímabilinu og hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggôarlags verôi 6 þorskígildistonn á skip.

1. Nýtt ákvæôi 4. grein reglugerðarinnar verôur:
Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggôarlags verôur 6 þorskígildistonn á skip."

2. Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur jafnframt til aô upphaf 6. greinar reglugerðarinnar breytist og verði: "Fiskiskipum er skylt aô landa til vinnslu í sveitarfélaginu að lágmarki 88% af því aflamarki sem þau fá úthlutuõ í gegnum byggðakvóta á tímabilinu..." o.s.frv. Vinnsluskyldu verði aflétt að öôru leyti.

3. Þá leggur atvinnu- og ferðamálanefnd til að í 6. grein reglugerôarinnar komi ákvæôi um að skylt sé að landa afla í því byggðarlagi / á þeim stað sem honum er úthlutað til innan sveítarfélagsins.

4. Ennfremur leggur atvinnu- og ferðamálanefnd til að sú skylda þeírra sem fá úthlutað byggðakvóta til aõ landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vínnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niôur.

Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir ofangreindar breytingar á reglugerð nr. 665/2013 um byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013-2014.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 93. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.