Fara í efni

Birkilundur húsnæðismál

Málsnúmer 1310198

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 91. fundur - 13.11.2013

Biðlisti við Birkilund og möguleg úrræði í húsnæðismálum rædd. Fræðslunefnd tekur undir bókun fundargerðar samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps frá 14. ágúst s.l., þar sem ákveðið var að vinna áfram að hugmyndum um stækkun leikskólans með flutningi hans í húsnæði grunnskólans.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 91. fundar fræðslunefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 23. fundur - 29.11.2013

Húsnæðismál leikskólans við Birkilund voru rædd. Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps samþykkir að stefnt skuli að því að flytja starfsemi leikskólans Birkilundar í húsnæði Varmahlíðarskóla. Fullnaðarteikningar verði unnar svo fljótt sem verða má. Um leið og teikningar verða tilbúnar verður haldinn kynningarfundur um málið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Fundargerð 23. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 137. fundur - 07.01.2014

Jón Örn ætlar að kanna hversu langt teikningavinna er komin.