Fara í efni

Ferðakort - Skagafjörður og Austur-Húnavatnssýsla

Málsnúmer 1402228

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 5. fundur - 27.02.2014

Kynnt umsókn sem send var til Menningarráðs Norðurlands vestra er lýtur að endurútgáfu og endurgerð ferðakorta er ná yfir landssvæðið á mörkum Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með umsóknina og telur þarft og mikilvægt fyrir uppbyggingu útivistar og ferðaþjónustu á svæðinu að kortin verði gefin út.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 312. fundur - 20.03.2014

Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 9. fundur - 26.06.2014

Kynntar hugmyndir að útgáfu ferðakorts fyrir fjallgarðinn á milli Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarfélagið fékk nýverið styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra til útgáfu slíks korts. Nefndin samþykkir að áfram verði unnið að framgangi málsins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 666. fundur - 03.07.2014

Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 með þremur atkvæðum.