Fara í efni

Upplýsingaskilti í Skagafirði

Málsnúmer 1403047

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 6. fundur - 20.03.2014

Rætt um uppfærslu og uppsetningu á upplýsingaskiltum við innkeyrslur í þéttbýlisstaði sveitarfélagsins. Samþykkt að kanna hver getur verið hagkvæmasta og heppilegasta útfærslan á slíkum skiltum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014 með níu atkvæðum

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 9. fundur - 26.06.2014

Farið yfir stöðu varðandi upplýsingaskilti við inngang þéttbýlisstaða í Sveitarfélaginu Skagafirði. Ekki verður endurnýjaður samningur við eiganda skiltanna heldur hugað að nýrri útfærslu og betra fyrirkomulagi. Starfsmönnum nefndarinnar falið að vinna að framgangi málsins og skjótri úrlausn.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 666. fundur - 03.07.2014

Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 með þremur atkvæðum.