Fara í efni

Samningar við björgunarsveitir í Skagafirði

Málsnúmer 1405072

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 8. fundur - 12.05.2014

Kynnt drög að þjónustusamningi við Skagfirðingasveit og hugmyndir að sambærilegum samningum við aðrar björgunarsveitir í Skagafirði. Sigfúsi Inga falið að vinna áfram að málinu á þessum grunni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014

Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 316. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 145. fundur - 06.01.2015

Samþykkt að Margeir, Ásta og Indriði skoði þetta mál afram.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 146. fundur - 13.01.2015

Indriði kynnti samning sem er til á milli Björgunarsveitarinnar Skagfirðings og Skagafjarðarveitna. Ákveðið að láta þann samning renna sitt skeið. Indriði kemur honum í skjalakerfið og tengir málin saman.