Fara í efni

Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1603073

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 182. fundur - 14.03.2016

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Gunnari Jóni Eysteinssyni, kt. 291063-6599, dagsett 7. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 47 hross.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu umsóknarinnar og óskar eftir frekari upplýsingum um aðstöðu fyrir hrossin.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 338. fundur - 16.03.2016

Afgreiðsla 182. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 338. fundi sveitarstjórnar 16. mars 2016 með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 185. fundur - 06.06.2016

Gunnar Jón Eysteinsson sótti um búfjárleyfi þann 7. mars s.l. fyrir 47 hross. Landbúnaðarnefnd óskaði eftir frekari upplýsingum með bréfi þann 14. mars 2016. Engar upplýsingar hafa borist til nefndarinnar frá umsækjanda.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að gefa Gunnari lokafrest til 1. júlí 2016 til að koma á framfæri upplýsingum við nefndina, að öðrum kosti verður litið svo á að ekkert búfjárleyfi sé til staðar og gripið verður til viðeigandi ráðstafana sem samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015 leyfir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016

Afgreiðsla 185. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 343. fundi sveitarstjórnar 8. Júní 2016 með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 186. fundur - 05.09.2016

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Gunnari Jóni Eysteinssyni, kt. 291063-6599, dagsett 7. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 47 hross. Erindið áður á 182. og 185. fundi landbúnaðarnefndar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir búfjárleyfi fyrir 47 hross. Varðandi beit og beitarhólf þá er starfsmanni landbúnaðarnefndar falið að svara Gunnari Jóni Eysteinssyni.