Fara í efni

Rekstur tjaldsvæðanna í Skagafirði

Málsnúmer 1609232

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 37. fundur - 22.09.2016

Samningur við núverandi rekstraraðila tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð rennur út 1. október nk. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum að auglýsa rekstur þeirra í samráði við starfsmenn eignasjóðs. Nefndin horfir til langtímaleigu, 5-10 ára og að hvað framtíðaruppbyggingu svæðanna varðar verði höfð í huga samkeppnissjónarmið gagnvart tjaldsvæðum í einkaeigu í héraðinu.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 39. fundur - 10.11.2016

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti haustið 2016 eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Ein umsókn barst til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar fyrir lok umsóknarfrests. Samþykkt að ganga til viðræðna við umsækjendur, Halldór Brynjar Gunnlaugsson og Hildi Þóru Magnúsdóttur, um rekstur tjaldsvæðanna.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 41. fundur - 31.03.2017

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Álfakletts ehf. um rekstur tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð 2017 til ársloka 2026.