Fara í efni

Tilkynning um riðusmit

Málsnúmer 1609309

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 187. fundur - 19.10.2016

Lögð fram tilkynning dagsett 22. september 2016 frá MAST, undirrituð af Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðvesturumdæmis varðandi riðusmit í sauðfé frá Brautarholti.

Landbúnaðarnefnd vill ítreka við bændur almennt að þeir fari eftir lögum og reglum hvað varðar hey- og fjárflutninga milli svæða og bæja, einnig notkun tækja og tóla, til að sporna við mögulegu riðusmiti.