Fara í efni

Veitunefnd - 38

Málsnúmer 1705006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 355. fundur - 15.05.2017

Fundargerð 37. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 355. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 38 Ingimar Jóhannsson kom á fund nefndarinnar fyrir hönd sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju.
    Til umræðu var samningur vegna stækkun Sauðárkrókskirkju frá 1990.
    Ákveðið að setja mæli á innspýtingu fyrir snjóbræðslu og að Skagafjarðarveitur greiði fyrir upphitun heimkeyrsluréttar samkvæmt samningi frá 1990.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 38 Prufudæling á borholum í Hrolleifsdal, SK-28 og SK-32, stendur nú yfir.
    Byrjað var að prufudæla SK-28 19. apríl sl. og síðar var farið að dæla úr báðum holum samtímis.
    Ákveðið að boða sérfræðinga frá ÍSOR á fund veitunefndar að loknum dæluprófunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 38 Fyrsti verkfundur vegna hitaveitu og strenglagnar í Lýtingsstaðahreppi er á morgun. Verktakar munu hefja framkvæmdir á næstu dögum. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 38 Lagning ljósleiðara frá Marbæli að Sauðárkróki er í útboðsferli og verða tilboð í verkið opnuð 15. maí nk.
    Stefnt er á að bjóða út lagningu um Hegranes að hluta ásamt Höfðaströnd og Sléttuhlíð á næstu dögum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 38 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Vodafone þar sem fyrirtækið lýsir yfir áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fjarskiptainnviða í tengslum við styrkveitingu til sveitarfélagsins vegna Ísland ljóstengt.
    Sviðstjóra falið að boða fulltrúa Vodafone á fund veitunefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum.