Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 321

Málsnúmer 1804019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 368. fundur - 16.05.2018

Fundargerð 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 368. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar Eðvald Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Sigurjón Tobíasson kt 081244-5969, þinglýstur eigandi Geldingaholts II, landnr. 146030, óskar eftir heimild til að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 5. apríl 2018. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7162-23. Umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra er fyrirliggjandi.Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Birgir Þórðarson kt 070660-5479, þinglýstur eigandi Rípur II, (landnr. 146396) sækir um leyfi til að stofna byggingarreit á jörðinni. Meðfylgjandi er uppdráttur sem gerður er á teiknistofunni BK hönnun ehf. af Birki Kúld kt. 010884-3499. Uppdrátturinn er í verki 16-01, dagsettur 25.05.2016, númer 101 og 102. Umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra er fyrirliggjandi. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Steindór Búi Sigurbergsson kt. 210383-5739 þinglýstur eigandi Bústaða II, (landnr. 193157) óskar eftir heimild til að stofna byggingarreit undir aðstöðuhús á landi Bústaða I og II, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-04 í verki nr. 75181, dags. 14. mars 2018.Fyrirliggjandi er samþykki meðeiganda og umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra er fyrirliggjandi. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099, þinglýstur eigandi Víðimels, Suðurtúns í Skagafirði (landnr. 226482) óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að skipta lóð úr ofangreindu landi, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7806-05, dags. 5. febrúar 2018. Stærð lóðar er 7.380 m2. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Suðurtún 1. Einnig er sótt um breytinu á landnotkun. Á lóðinni er fyrirhugað að setja upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðin landskipti. Breytt landnotkun kallar á breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags. Skipulagsnefnd er tilbúin til að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi vegna þessa erindis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugarhvamms (1461969 óskar eftir heimild til að stofna 833 ferm. landspildu úr landi jarðarinnar. Óskað er eftir að landspildan fái heitið Laugarhvammur lóð 10b og að landspildan verði leyst úr landbúnaðarnotum Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur S01 dagsettur 12. mars 2018 er unnin hjá Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugarhvamms (1461969 óskar eftir heimild til að stofna 0,84 ha. landspildu úr landi jarðarinnar. Óskað er eftir að landspildan fái heitið Laugarhvammur land 15. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur S04a dagsettur 15. mars 2018 er unnin hjá Stoð ehf. af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Á spildunni er borhola fyrir heitt vatn og um spilduna liggur Merkigarðsvegur (7575) þjóðvegur í þéttbýli. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Svana Ósk Rúnarsdóttir kt.110883-4989 og Ástþór Örn Árnason kt.060784-3459, þinglýstir eigendur jarðarinnar Miðdalur, landnúmer 146207 óska eftir heimild til að stofna 7.186 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem Miðdalur 1, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 770602 útg. 30. apríl 2018. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Innan merkja spildunnar eru matshlutar 02 og 09. Matshluti 02 er 125,6 m² einbýlishús með matsnúmer 214-1320 og matshluti 09 er 162,6 m² íbúð með matsnúmer 231-2707 og 31,6 m² bílskúr með matsnúmer 231-2708. Þessir matshlutar skulu fylgja stofnaðri spildu. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Miðdal, landnr. 146207. Jafnframt er óskað eftir því að stofnuð spilda skuli tekin úr landbúnaðarnotkun. Erindið samþykkt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Gylfi Ingimarsson kt. 140370-5929 sækir fh. G Ingimarsson ehf kt. 690416-2980 um lóðina nr 23 við Borgarflöt fyrir atvinnuhúsnæði. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Með tölvubréfi 23. apríl sl óskar Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi Fjallabyggðar eftir umsögn, athugasemdum eða ábendingum Sveitarfélagsins Skagafjarðar við meðfylgjandi skipulagstillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Er það gert í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að landnotkunarflokki á malarvellinum á Siglufirði er breytt úr miðsvæði í íbúðarsvæði vegna fyrirhugaðrar íbúðabyggðar á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirhugaða skipulagsbreytingu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Eyþór Fannar Sveinsson kt 231087-2579 og Sveinn Árnason kt 230359-7929 leggja fram fyrirspurn um hvort heimild fengist til að
    a) Skipta íbúð á efri hæð Hólaveg 16 úr einni íbúð í tvær. Um er að ræða hæð sem er 224 fermetrar að stærð sem myndi þá skiptast í 135 fermetra og 89 fermetra. Útfærður yrði stigi utan á húsið upp á svalir sem notaður yrði sem inngangur í stærri íbúðina. Núverandi inngangur yrði notaður óbreyttur fyrir minni íbúðinna.
    b) Í neðri hæð yrði að hluta til útbúin hársnyrtistofa og í hinum hlutanum yrði skipulagt svæði fyrir aðra tengda starfsemi eða rými fyrir verslun.
    c) einangra og klæða húsið að utan ásamt því að skipta um glugga og hurðir á báðum hæðum. Meðfylgjandi frumgögn gera grein fyrir hugmyndum fyrirspyrjenda.
    Skipulags- og byggingarnefnd fellst á áform umsækjanda. Bendir á að skila þarf aðal- og séruppdráttum til byggingarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Ingibjörg Sigurðardóttir kt. 160673-3219, Sólberg Logi Sigurbergsson kt 051177-4879 eigendur Víðines I og Sigurður Guðmundsson kt 020547-4059 eigandi Víðines 2 óska eftir staðfestingnu Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar á afmörkum lóðarinnar Víðines I og 2 eins og hún er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Stoð ehf af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 dagsettur 15.mars 2018. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Guðrún Elín Björnsdóttir kt. 290861-2179 og Guðmundur Sigurbjörnsson kt 180263-3739 lóðarhafar lóðarinnar Ysti-Mór lóð landnúmer 146831 óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að nefna lóðina Flókalund. Fyrir liggur samþykki Stefáns Loga Haraldssonar fh. Ysta-Mós ehf. sem er landeigandi. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Gissur E. Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 ítrekar með bréfi dagsettu 18. apríl sl. umsókn um heimild til að flytja afgreiðsludælur sem eru á lóðinni Suðurbraut 9 í Hofsósi. Óskað er eftir að fá að staðsetja afgreiðsludælurnar á opnu svæði við gatnamót Túngötu og Suðurbrautar. Meðfylgjandi afstöðumynd dagsett 28.02.2018 gerð af Kristjáni G. Leifssyni kt. 230873-5699 gerir grein fyrir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd lýsir sig fúsa til viðræðna við umsækjanda um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Fundargerð 65. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Fundargerð 66. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 321 Fundargerð 67. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 321. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 368. fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 með átta atkvæðum