Fara í efni

Kostnaðaráætlun vegna bílastæða og fl v. Aðalgata 21a

Málsnúmer 1804170

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 826. fundur - 26.04.2018

Lögð fram fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni Vg og óháðum og Sigurjóni Þórðarsyni K-lista, dagsett 24. apríl 2018.
Fyrirspurn til sveitarstjóra og formanns byggðaráðs.
Liggur fyrir kostnaðaráætlun, verk- og tímaáætlun vegna gerðar bílastæða fyrir rútur og umbætur á aðgengi við Aðalgötu 21a (fastanr. 213-1147) og Aðalgötu 21b, (fastanr. 213-1148) á Sauðárkróki. Ef svo er, hvað er áætlað að þær framkvæmdir kosti, hvenær er miðað við að ráðist verði í þær og undir hvaða lið verða þær bókfærðar hjá sveitarfélaginu?
Svar meirihluta byggðarráðs, Stefáns Vagns Stefánssonar (B-lista) og Sigríðar Svavarsdóttur (D-lista):
Í samningi sem bíður staðfestingar sveitarstjórnar, segir "Frágangur ytri umgjarðar s.s bílastæði fyrir rútur og aðgengi fyrir fatlaða verður á ábyrgð Sveitarfélagsins Skagafjarðar". Því er óskað eftir því að þær áætlanir verði kynntar í byggðaráði og þeir útreikningar kláraðir ef ef svo ber við.
Hönnun á bílastæðum við Aðalgötu 21a og 21b liggur ekki fyrir þar sem ekki er ljóst með nákvæma staðsetningu þeirra. Samþykki byggðarráðs liggur fyrir um fyrirhuguð kaup á Aðalgötu 24 og þar með þeirri lóð. Ljóst er að alltaf hefði þurft að fara í framkvæmdir við bifreiðarstæði sem og aðgengi fyrir fatlaða sama hvort byggðasafn eða einhver önnur starfsemi hefði komið inn í umrædd hús. Allar hugmyndir og kostnaðarmat verður lagt fyrir í byggðarráði þegar það liggur fyrir.
Bjarni Jónsson (Vg og óháðum) og Sigurjón Þórðarson (K-lista) óska bókað:
Miðað við þau áform sem eru uppi um uppbyggingu á svæðinu nú, má ætla að framkvæmdir sem sveitarfélaginu ber að ráðast í vegna aðgengis og rútubílastæða séu talsvert umfangsmeiri en annars hefði orðið og áætlaður kostnaður vegna þeirra liggi fyrir sem fyrst.