Fara í efni

Verk- og þjónustsamningur vegna persónuverndar

Málsnúmer 1806263

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 830. fundur - 28.06.2018

Lögð fram drög að verk- og þjónustusamningi við PACTA Lögmenn (Lögheimtan ehf.). Samningur þessi tekur til verkefnisstjórnunar, ráðgjafar og lögfræðiþjónustu PACTA fyrir sveitarfélagið við innleiðingu nauðsynlegra breytinga á vinnslu, skráningu, meðhöndlun og vistun persónuupplýsinga til samræmis við Reglugerð ESB 2016/679 og Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga frá Alþingi. Hluti samnings þessa er að lögmaður hjá PACTA Lögmönnum mun gegna starfi Persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir breytingum á framlögðum samningsdrögum og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 831. fundur - 05.07.2018

Lögð fram drög að verk- og þjónustusamningi við PACTA Lögmenn (Lögheimtan ehf.). Samningur þessi tekur til verkefnisstjórnunar, ráðgjafar og lögfræðiþjónustu PACTA fyrir sveitarfélagið við innleiðingu nauðsynlegra breytinga á vinnslu, skráningu, meðhöndlun og vistun persónuupplýsinga til samræmis við Reglugerð ESB 2016/679 og lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga frá Alþingi. Hluti samnings þessa er að lögmaður hjá PACTA Lögmönnum mun gegna starfi Persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.