Fara í efni

Hvatapeningar

Málsnúmer 1809366

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 259. fundur - 02.10.2018

Formaður og frístundastjóri kynntu niðurstöður fundar með formanni og framkvæmdastjóra UMSS um samspil hvatapeninga annars vegar og æfingagjalda íþróttafélaganna hins vegar. Málið unnið áfram og samþykkt að leggja tillögu fyrir nefndina við seinni umræðu fjárhagsáætlunar. Ítrekaður er vilji nefndarinnar til að gera betur í þessum málum.
Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 261. fundur - 26.11.2018

Fyrir nefndinni liggja tvær tillögur að hækkun hvatapeninga. Önnur frá fulltrúa VG í nefndinni sem leggur til að hvatapeningar hækki í 30.000 krónur.
Hin tillagan er lögð fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og er svohljóðandi:
Lagt er til að hvatapeningar til eflingar tómstunda- og íþróttastarfs barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði hækki úr 8.000 krónum í 25.000 krónur þann 1. janúar 2019.
Jafnframt mun Sveitarfélagið Skagafjörður hækka styrk sinn til aðildarfélaga UMSS um 1,2 milljónir króna á árinu 2019 gegn því að félögin hækki ekki æfingagjöld sín á árinu 2019.
Einnig er lagt til að hafnar verði viðræður við forsvarsmenn UMSS og félaga innan vébanda þess um breytt fyrirkomulag æfingagjalda og samspil hvatapeninga og styrkja.
Breytingarnar miði að því að samræma gjöld íþróttafélaganna sem og jafna möguleika og aðstæður barna til íþróttaiðkunar, ásamt því að efla faglegt starf íþróttafélaganna.
Fulltrúi VG fagnar því að hvatapeningar hækka verulega frá því sem nú er þótt hækkunin nemi ekki þeirri tölu sem hún lagði til og samþykkir tillögu meirihlutans. Nefndin er sammála um að mikilvægt sé að hvatapeningar létti undir með kostnaði heimilanna af tómstunda- og íþróttastarfi. Tillagan er samþykkt. Í kjölfar samþykktarinnar komu formaður og framkvæmdastjóri UMSS, Klara Helgadóttir og Thelma Knútsdóttir, til viðræðna við nefndina um útfærslu tillögunnar. Aðilar eru sammála um að vinna að framgangi hennar.
Thelma Knútsdóttir og Klara Helgadóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 847. fundur - 05.12.2018

Lögð fram bókun 261. fundar félags- og tómstundanefndar frá 26. nóvember 2018 varðandi hvatapeninga til eflingar tómstunda- og íþróttastarfs barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Lagt er til að hvatapeningar til eflingar tómstunda- og íþróttastarfs barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði hækki úr 8.000 krónum í 25.000 krónur þann 1. janúar 2019. Jafnframt mun Sveitarfélagið Skagafjörður hækka styrk sinn til aðildarfélaga UMSS um 1,2 milljónir króna á árinu 2019 gegn því að félögin hækki ekki æfingagjöld sín á árinu 2019.
Einnig er lagt til að hafnar verði viðræður við forsvarsmenn UMSS og félaga innan vébanda þess um breytt fyrirkomulag æfingagjalda og samspil hvatapeninga og styrkja.
Breytingarnar miði að því að samræma gjöld íþróttafélaganna sem og jafna möguleika og aðstæður barna til íþróttaiðkunar, ásamt því að efla faglegt starf íþróttafélaganna.
Byggðarráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar um hvatapeninga á árinu 2019.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
Fulltrúi VG og óháðra fagnar því að hvatapeningar hækka verulega frá því sem nú er þótt hækkunin nemi ekki þeirri tölu sem hún lagði til.