Fara í efni

Beiðni um umsögn vegna kaupa á ríkisjörðinni Ökrum Fljótum

Málsnúmer 1904241

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 868. fundur - 29.05.2019

Lagt fram erindi sem barst 29. apríl 2019 frá Erni A. Þórarinssyni, kt. 1201513049, þar sem hann óskar eftir umsögn vegna fyrirhugaðra kaupa hans á ríkisjörðinni Ökrum í Fljótum.
Umsögn vegna sölu ríkisjarðarinnar Barðs í Fljótum:
Á jörðinni Ökrum í Fljótum hefur ábúandi jarðarinnar Örn A. Þórarinsson haft jörðina í ábúð um langt skeið. Á hann þar lögheimili og stundar almennan búskap. Ástand mannvirkja og jarðarinnar verður að teljast gott. Jörðina hefur ábúandi setið vel og mælir byggðarráð með því að hann fái jörðina keypta.