Fara í efni

Sorphirðumál í Hjaltadal

Málsnúmer 1906102

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 157. fundur - 25.06.2019

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Bylgju Finnsdóttur varðandi sorphirðumál í Hjaltadal. Í erdindinu er óskað eftir því að Sveitarfélagið komi tímabundið upp gámum fyrir timbur og járn í Hjaltadal.

Nefndin fagnar vitundarvakningu í umhverfismálum en getur ekki orðið við óskum um gáma í Hjaltadal að þessu sinni. Nefndin bendir á þær gámastöðvar sem til staðar eru, en flokkunargámar eru á fimm stöðum í Sveitarfélaginu. Við stærri framkvæmdir er bent á þjónustuaðila í sorphirðu í Sveitarfélaginu.