Fara í efni

Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

Málsnúmer 1906211

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 872. fundur - 26.06.2019

Lagt fram bréf móttekið 20. júní 2019 frá Skógræktinni varðandi landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum. Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögunum, til þess að kynna áform sín og ræða hvernig gera megi betur grein fyrir skógrækt og skógræktarárformum í aðalskipulagi hvers sveitarfélags.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 158. fundur - 01.08.2019

Lagt var fram til kynningar erindi frá Skógræktinni varðandi landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum. Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögum, m.a. til að kynna áform um gerð landshlutaáætlana.