Fara í efni

Upplýsingabæklingur fyrir sveitarfélög

Málsnúmer 1911111

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 889. fundur - 20.11.2019

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2019 frá Umhverfisstofnun. Á ársfundi Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn var þann 14. nóvember 2019 á Egilsstöðum, kynnti Umhverfisstofnun nýútgefinn upplýsingabækling sem ætlaður er sem handbók fyrir sveitarfélög. Fjallað er um leyfisveitingar, sérstaka vernd, umsagnir, friðlýsingar, akstur utan vega, vegaskrá og almennt um hlutverk sveitarfélaga og náttúruverndarnefnda skv. náttúruverndarlögum nr. 60/2013. Bæklinginn er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 163. fundur - 27.11.2019

Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun þar sem kynntur er nýútgefinn upplýsingabæklingur sem ætlaður er sem handbók fyrir sveitarfélög. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um leyfisveitingar, sérstaka vernd, umsagnir, friðlýsingar, akstur utan vega, vegaskrá og almennt um hlutverk sveitarfélaga og náttúruverndarnefnda skv. náttúruverndarlögum nr. 60/2013