Fara í efni

Áskorun frá skólaráði Árskóla

Málsnúmer 1912101

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 151. fundur - 16.12.2019

Lögð fram áskorun frá skólaráði Árskóla um að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar beiti sér fyrir því að flýta eins og kostur er hönnun og skipulagi endanlegrar skólalóðar Árskóla, þar sem gert verði ráð fyrir þeim leiktækjum sem skólinn á nú þegar og eru í geymslu á vegum sveitarfélagsins. Þá skorar skólaráð einnig á fræðslunefnd að beita sér fyrir því að haldið verði áfram við endurnýjun á A-álmu skólans. Fræðslunefnd telur mikilvægt að allir skólar í Skagafirði séu vel búnir og mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir uppbyggingu þeirra. Tekið skal fram að á áætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Að öðru leyti vísar nefndin erindinu til byggðarráðs. Fræðslunefnd samþykkir einnig að kynna erindið í félags- og tómstundanefnd þar sem óskað hefur verið eftir afstöðu skólaráðs til hjólabrettagarðs við skólann.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 273. fundur - 17.12.2019

Tekin fyrir umsögn skólaráðs Árskóla. Ráðið fellst ekki á framlagðar tillögur félags- og tómstundanefndar um staðsetningu hjólabrettaaðstöðu sunnan íþróttahúss meðan lóð Árskóla hefur ekki verið skipulögð. Ráðið skorar jafnframt á sveitarfélagið að flýta hönnun og skipulagi skólalóðar Árskóla þannig að finna megi hjólabrettaaðstöðu varanlegan stað. Tekið skal fram að á áætlun 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Félags- og tómstundanefnd leggst ekki gegn því að hjólabrettaaðstöðunni verði fundinn annar staður verði það til að flýta framkvæmdinni. Málinu vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 902. fundur - 19.02.2020

Lögð fram áskorun frá fundi skólaráðs Árskóla þann 30. október 2019 til fræðslunefndar, um að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar beiti sér fyrir því að flýta eins og kostur er hönnun og skipulagi endanlegrar skólalóðar Árskóla, þar sem gert verði ráð fyrir þeim leiktækjum sem skólinn á nú þegar og eru í geymslu á vegum sveitarfélagsins. Þá skorar skólaráð einnig á fræðslunefnd að beita sér fyrir því að haldið verði áfram við endurnýjun á A-álmu skólans. Fræðslunefnd tók erindið fyrir á 151. fundi sínum þann 12. desember 2019 og bókaði svo: "Lögð fram áskorun frá skólaráði Árskóla um að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar beiti sér fyrir því að flýta eins og kostur er hönnun og skipulagi endanlegrar skólalóðar Árskóla, þar sem gert verði ráð fyrir þeim leiktækjum sem skólinn á nú þegar og eru í geymslu á vegum sveitarfélagsins. Þá skorar skólaráð einnig á fræðslunefnd að beita sér fyrir því að haldið verði áfram við endurnýjun á A-álmu skólans. Fræðslunefnd telur mikilvægt að allir skólar í Skagafirði séu vel búnir og mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir uppbyggingu þeirra. Tekið skal fram að á áætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Að öðru leyti vísar nefndin erindinu til byggðarráðs. Fræðslunefnd samþykkir einnig að kynna erindið í félags- og tómstundanefnd þar sem óskað hefur verið eftir afstöðu skólaráðs til hjólabrettagarðs við skólann."
Byggðarráð áréttar að í fjárhagsáætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Varðandi áframhaldandi framkvæmdir við A-álmu Árskóla verða þær teknar í aðdraganda gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.