Fara í efni

Samráð; Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 2002094

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 902. fundur - 19.02.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 29/2020, "Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 24.02. 2020.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 903. fundur - 26.02.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 29/2020, "Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 27.02. 2020.
Meirihluti byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og áheyrnarfulltrúi ByggðaListans eru fylgjandi þeim áherslum í frumvarpinu sem stuðla að hvötum til frjálsra sameininga sveitarfélaga. Má þar sérstaklega nefna þá áherslu að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði gert mögulegt að veita aðstoð vegna sameininga í sjö ár í stað fimm. Einnig að heimildir sveitarfélaga til að halda fjarfundi verði víkkaðar frá því sem nú er. Þá er ákvæði um stefnu um þjónustustig jákvætt skref.
Byggðarráð leggur jafnframt áherslu á að árleg framlög til Jöfnunarsjóðs verði aukin svo bráðabirgðaákvæði í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem hefur þann tilgang að veita Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimild til að halda eftir einum milljarði árlega og safna í sjóð til að styðja við sameiningu sveitarfélaga, leiði ekki til skertra almennra framlaga úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) tekur ekki þátt í ofangreindri bókun og óskar bókað:
Margt er jákvætt að finna í tillögunni, ekki síst er snýr að útfærslum er lúta að því að styrkja lýðræðislega aðkomu íbúa í víðlendum sveitarfélögum að ákvarðanatöku, sömuleiðis á starfsskilyrðum kjörinna fulltrúa og þá er hægt að taka undir markmið um styrkingu innviða, tekjustofna sveitarfélaga og aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga á margvíslegum sviðum. Víða er nokkuð augljóst að ef vel er á málum haldið getur frekari sameining sveitarfélaga styrkt þau, bætt þjónustu við íbúa og gefið sveitarfélögunum aukinn slagkraft. Á sumum svæðum er þetta hins vegar ekki jafn augljóst, svo sem vegna landfræðilegrar staðsetningar eða samsetningar byggðar.
Eins og málin standa nú eru hinsvegar bara sum sveitarfélög sem munu samkvæmt frumvarpinu borga fyrir sameiningarátak ráðherra með skertum framlögum úr jöfnunarsjóði sem ætluð eru til lögbundinna verkefna eins og að halda uppi skólastarfi á meðan mörg þeirra stærri sleppa. Eitt þeirra Reykjavíkurborg hefur að auki gert 6 milljarða kröfu á Jöfnunarsjóðinn vegna þess hlutverks hans að jafna möguleika sveitarfélaga til að halda uppi lögbundinni þjónustu eins og skólastarfi. Að óbreyttu gæti þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir mörg sveitarfélög á landsbyggðinni. Á þessu vakti ég athygli á alþingi 28. janúar sl. Í ljósi þessarar stöðu og þess að efasemdir eru uppi um réttmæti lögþvingaðra sameininga sveitarfélaga, er vart hægt að styðja tillöguna að óbreyttu.