Fara í efni

Samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs 2020

Málsnúmer 2006004

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 169. fundur - 04.06.2020

Málið kynnt og skipulagning og hönnun er í gangi og sviðsstjóra er falið að halda vinnuni áfram með Kiwanesklúbbnum Freyju.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 172. fundur - 12.10.2020

Fyrirliggjandi er undirritun samnings við Kiwanisklúbbinn Freyju um fjölskyldugarð sem mun bera nafnið Freyjugarður.

Fulltrúar Kiwanisklúbbsins Freyju komu á fundinn og kynntu hugmyndir af garðinum ásamt áformum um uppsetningu fyrstu leiktækja. Hugmyndir Freyjanna eru að fleiri fyrirtæki og félagasamtök geti tekið þátt í verkefninu með því að leggja til tæki og/eða byggingar á svæðið sem þeir geti merkt sér. Aðkoma sveitarfélgasins að verkefninu verður kostnaður af hönnunarvinnu, jarðvinnu, girðingar og hirðing svæðisins. Nefndin fagnar því að verkefnið sé komið af stað og vonast eftir góðum undirtektum frá öðrum félögum og fyrirtækjum.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigríður Káradóttir sátu þennan dagskrálið.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 183. fundur - 20.09.2021

Farið yfir stöðu málsins. Áætlun var um að setja upp aparólu á leikvallarsvæði í Túnahverfi, svæði U-3.1 samkvæmt núgildandi aðalskipulagi. Athugasemdir við uppsetninguna komu frá íbúum og var sótt um leyfi til uppsetningar leiktækja til skipulags- og byggingarnefndar. Leyfið fékkst frá nefndinni á fundi 25.8.2021.

Vegna athugasemda íbúa á svæðinu leggur umhverfis- og samgöngunefnd til að frekari áform um skipulagningu fjölskyldugarðs verði vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Sviðssjóri kynnti áform um uppsetningu aparólu sem Kiwanisklúbburinn Freyja hefur gefið til verkefnisins. Ákveðið er að færa staðsetningu rólunnar frá fyrstu tillögu austar á svæðið. Aparólan verður sett upp á næstunni. Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þessu framtaki hjá Freyjunum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 189. fundur - 10.03.2022

Málið var áður á dagskrá skipulags- og bygginganefndar þann 25.ágúst og 4. nóvember 2021. þar sem nefndin frestaði afgreiðslu málsins. Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið og gefur þar með framkvæmdaleyfi fyrir reisingu aparólu á svæði austan Gilstúns eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu dagssett 7.okt 2021 á fundi þann 7. janúar 2022.
Gerð var íbúakönnun hjá íbúum sem eiga aðliggjandi lóðir að opna svæðinu þar sem leiktækið mun standa og velvild allra íbúa liggur fyrir.

Sviðstjóra er falið að ganga frá viljayfirlýsingu við Freyjurnar sem taki mið af komandi deiliskipulagi og sjá til þess að aparólunni verði komið fyrir sem fyrst og að svæðið verði sent í deiliskipulagsferli.

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 01.12.2022

Þann 25. maí 2022 var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Kiwanisklúbbsins Freyju og Skagafjarðar um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki. Markmiðið með uppbyggingunni er að hlúa að fjölskyldum og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna.
Sveitarfélagið mun sjá um að kosta hönnun svæðisins og afmarka reiti þar sem gert verður ráð fyrir leiktækjum og annari aðstöðu í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Freyjurnar. Gert verður ráð fyrir leiktækjum og afþreyingu fyrir allan aldur. Svæðið er merkt sem opið svæði (OP-401) á aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulagsfulltrúa falið að leita tilboða í deiliskipulagsgerð fyrir Freyjugarðinn.