Fara í efni

Viðvíkursveit - tenging við Varmahlíðarveitu - athugun

Málsnúmer 2102026

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 74. fundur - 18.02.2021

Í samstarfi við verkfræðistofuna Stoð hefur möguleikinn á því að framlengja hitaveituna frá Varmahlíð til norðurs í Viðvíkursveit verið skoðaður. Við fyrstu sín virðist þetta ekki vera álitlegur kostur og alls ekki ef hægt verður að fá nægilegt heitt vatn í Hrolleifsdal eða frá Langhúsum.

Sviðsstjóra er falið að halda þessum möguleika opnum ef ekki tekst að fá nægilegt heitt vatn í Hrolleisdal.
Bragi Þór Haraldsson sat þennan lið.