Fara í efni

Fundur um skilavegi og fylgiskjal um ástand - Skagafjörður

Málsnúmer 2108106

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 977. fundur - 18.08.2021

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. ágúst 2021, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fundarboð á fjarfund þann 20. ágúst 2021, með fulltrúum sambandsins og Vegagerðarinnar. Tilefni fundarins er að kynna skýrslu starfshóps um skil á þjóðvegum í þéttbýli til sveitarfélaga.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 183. fundur - 20.09.2021

Samband íslenskra sveitarfélaga og Vegagerðin boðuðu til sameiginlegs fjarfundar 20.8.2021 til að kynna niðurstöður starfshóps um skil á þjóðvegum í þéttbýli til sveitarfélaga. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar frá Vegagerðinni og Sambandi íslenskra sveitarfélaga en í vinnuhópi (faghópi) um aðferðafræði við mat á ástandi vega og framkvæmd ástandsmats áttu sæti fulltrúar frá sömu aðilum en EFLU verkfræðistofu falin umsjón með vinnu hópsins.

Skýrsla starfshópsins liggur nú fyrir, ásamt skýrslu vinnuhóps (faghóps) um ástandsmat þeirra þjóðvega í þéttbýli sem teknir voru til skoðunar.

Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir dagskrá fundarins og kynnti ástandsskoðun á fyrirhuguðum skilavegi á Hofsósi ásamt mati á kostnaði við að koma veginum í skilahæft ástand.