Fara í efni

Skoðun á Dráttarbát Bruiser

Málsnúmer 2108128

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 183. fundur - 20.09.2021

Útboð á kaupum dráttarbáts fyrir Skagafjarðarhafnir fór fram í sumar sem leið. Að útboði loknu fóru hafnarstjóri og starfsmenn hafnarinnar og skoðuðu bát frá lægstbjóðanda.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri fór yfir skýrslu sem unnin var eftir ferðina. Báturinn þykir vænlegur kostur fyrir verkefnið og hafnarsvið Vegagerðarinnar og Ríkiskaup hafa samþykkt kaupin. Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þessum áformum og óskar Skagafjarðarhöfnum til hamingju með áformin.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.