Fara í efni

Kaldavatnsöflun í Skagafirði - langtímaáætlun

Málsnúmer 2108150

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 80. fundur - 24.08.2021

Samkvæmt reglugerð nr. 401-2005 um vatnsveitur sveitarfélaga ber veitustjórnum að láta gera og samþykkja langtímaáætlun (5 - 10 ár) sem lögð skal fram árlega og höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.

Hjá Skagafjarðarveitum er unnið að verkefnaáætlun. Í henni eru komandi verkefni Skagafjarðarveitna með kostnaðaráætlun. Frumdrög áætlunar voru lögð fram til kynningar.
Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna áfram að málinu.

Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.

Veitunefnd - 2. fundur - 06.09.2022

Fyrir liggur að gera áætlun um framtíðaráform kaldavatnsöflunar í Skagafirði á vegum Skagafjarðarveitna. Áætluninni er ætlað að veita veitunefnd, sveitastjórn og stjórendum Skagafjarðarveitna yfirsýn yfir helstu verkefni sem eru framundan ásamt því að vera stefnumarkandi skjal í mati á framkvæmdum næstu ára og skal haft til hliðssjónar við gerð fjárhagsáætlana. Áætlunin skal vera til 10 ára og skal uppfæra amk. einu sinni á ári, í síðasta lagi fyrir gerð fjárhagsáætlunar.

Nefndin felur sviðsstjóra að setja af stað vinnu við gerð áætlunina og drög af áætluninni skal vera tilbúin fyrir næsta fund.

Veitunefnd - 3. fundur - 13.10.2022

Vinna við gerð langtímaáætlunar fyrir kaldavatnsveitu á veitusvæðum Skagafjarðarveitna í Skagafirði er hafin og er stefnt að því að áætlunin liggi fyrir fyrir lokayfirferð fjárhagsáætlunar. Farið var yfir drög að áætlun og forsendur kynntar nefndarmönnum.

Nefndin fagnar því að þessi vinna er hafin.

Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.

Veitunefnd - 5. fundur - 01.12.2022

Málið var áður á dagskrá 3. fundar nefndarinnar þann 13. október síðastliðinn. Í langtímaáætluninni er gerð grein fyrir áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag vatnsveitunnar til næstu 5 ára. Áætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar.

Veitunefnd samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lögð fram eftirfarandi bókun 5. fundar veitunefndar frá 1. desember 2022 ásamt langtímaáætlun framkvæmda Skagafjarðarveitna - vatnsveitu: "Málið var áður á dagskrá 3. fundar nefndarinnar þann 13. október síðastliðinn. Í langtímaáætluninni er gerð grein fyrir áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag vatnsveitunnar til næstu 5 ára. Áætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar. Veitunefnd samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram eftirfarandi bókun 5. fundar veitunefndar frá 1. desember 2022 ásamt langtímaáætlun framkvæmda Skagafjarðarveitna - vatnsveitu: "Málið var áður á dagskrá 3. fundar nefndarinnar þann 13. október síðastliðinn. Í langtímaáætluninni er gerð grein fyrir áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag vatnsveitunnar til næstu 5 ára. Áætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar. Veitunefnd samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlögð langatímaáætlun borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.