Fara í efni

Færsla á ristarhliði á Þverárfjalssvegi.

Málsnúmer 2206062

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 4. fundur - 24.08.2022

Ristarhlið á Þverárfjallsvegi við skíðasvæðisafleggjara hefur lítinn sem engan tilgang þar sem girðingar eru víða mjög lélegar eða jafnvel ónýtar. Meta þarf kosti og galla við að færa ristarhliðið niður að Reykjastrandarvegi.

Nefndin felur sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samstarfi við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og Vegagerðina.

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sátu undir þessum lið.