Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 23

Málsnúmer 2211021F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Fundargerð 23. fundar byggðarráðs frá 23. nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir, Einar E Einarsson og Sveinn Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Eigendur Sótahnjúks ehf. sendu inn erindi með tölvupósti þann 19. október 2022 og óskuðu eftir fundi með byggðarráði vegna áforma um áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu að Sólgörðum í Fljótum. Ólöf Ýrr Atladóttir og Arnar Þór Árnason eigendur Sótahnjúks ehf. komu til fundar við byggðarráð undir þessum dagskrárlið til viðræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur-Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar, dagsett 16. nóvember 2022 varðandi samstarf á mið Norðurlandi um barnavernd.
    Lagt er til sveitarstjórnir veiti framkvæmdarstjórum sveitarfélaganna og yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig umboð til að:
    a) Vinna drög að samstarfssamningi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu.
    b) Gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag.
    Lagt til að sveitarstjórnir veiti yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig (og eftir atvikum starfsmönnum barnaverndar á hverjum stað) fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Það umboð verði skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum milli sveitarfélaganna og þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi. Þá verði umboðið endurnýjað eftir því sem við á. Jafnframt hefji yfirmenn barnaverndar vinnu við lýsingu á verkferlum barnaverndarþjónustu í samstarfinu í gegnum vinnslu einstakra mála og út frá fagþekkingu og reynslu á hverjum stað.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra viðkomandi sveitarfélaga varðandi gerð samstarfssamnings um verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Erindinu vísað frá 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022 til byggðarráðs með svohljóðandi bókun:"Ályktun frá skólaráði Árskóla er varðar endurnýjun húsgagna í A-álmu skólans, áframhaldandi vinnu með endurnýjun A-álmu ásamt hönnun á viðbyggingu við skólann. Fræðslunefnd tekur undir mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu Árskóla og vísar erindinu til byggðarráðs."
    Gísli Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með átta atkvæðum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðsu og víkur af fundi.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Erindinu vísað frá 5. fundi landbúnaðarnefndar 2022, þann 17. nóvember 2022 til byggðarráðs með eftirfarandi bókun: "Erling Sigurðsson fyrir hönd Sóltúns ehf. leigutaka Hrauns í Unadal óskar eftir breytingu á leigusamningi frá 17. janúar 2017, varðandi hámark fjölda hrossa sem hafa má á jörðinni. Landbúnaðarnefnd setur sig ekki upp á móti því að gerð verði breyting á ofangreindum samningi varðandi hámark hrossa og vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu."
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins að koma með tillögu að uppfærðum leigusamningi með tilliti til breytingar á hámarksfjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagt fram bréf dagsett 16. nóvember 2022 frá ADHD samtökunum. ADHD samtökin óska eftir samstarfi við Skagafjörð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi ADHD samtakanna á Norðurlandi. Óskað er eftir allt að 500.000 kr. styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.
    Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni og samþykkir að synja því.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir árið 2023 vísað til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrá tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hálft nám hækkar úr 6.356 krónu í 6,845 krónur á mánuði eða um 489 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.533 í 10.267 eða um 734 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá Tónlistarskóla 2023". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Gjaldskrá grunnskóla Skagafjarðar fyrir árið 2023 vísað til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 231 krónu í 249 krónur eða um 18 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 479 krónum í 516 krónur eða um 37 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 623 krónum í 671 krónu eða um 48 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 276 krónum í 293 krónur eða um 17 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá grunnskóla 2023". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagt fram minnisblað dagsett 28. október 2022 frá Hrefnu Gerði Björnsdóttur mannauðsstjóra sveitarfélagsins, varðandi stefnu og viðbragðsáætlun Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Einnig lögð fram uppfærð stefna og viðbragðsáætlun Skagafjarðar, sem að mestu er óbreytt frá fyrri útgáfu, en búið að taka tillit til nafnbreytingar á sveitarfélaginu.
    Byggðarráð samþykkir stefnu og viðbragðsáætlun Skagafjarðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Stefna Skagafjarðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagðar fram innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði, samþykktar á 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Drög að innritunareglum fyrir frístund lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar og undanþágu um uppsögn vegna sérstakra aðstæðna. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar."
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagðar fram reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar, samþykktar á 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar nokkrar efnislegar breytinga m.a. er heiti breytt úr reglugerð í reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar. Þá eru sett inn ákvæði sem auðvelda nemendum að stunda nám á miðstigi í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt að skóladagatal verði samræmt öðrum skóladagatölum, lagt fyrir og samþykkt í fræðslunefnd. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar."
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagðar fram reglur Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Reglunum vísað til byggðarráðs frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefndar.
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkv. lögum 382018". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagðar fram reglur Skagafjarðar um afreksíþróttasjóð ungmenna í Skagafirði. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Erindinu vísað frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefndar til byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um úthlutun úr afreksíþróttasjóði". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. nóvember 2022 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
    Byggðarráð tekur undir markmið tillögunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. nóvember 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 211/2022, "Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 23.11.2022.
    Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarpið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 212/2022, "Áform um lagasetningu - breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða)". Umsagnarfrestur er til og með 08.12.2022.
    Byggðarráð samþykkir að óska eftir afstöðu Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar til málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 216/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (hagræðing í sláturiðnaði)". Umsagnarfrestur er til og með 25.11.2022.
    Byggðarráð fagnar framkomnum hugmyndum um möguleika afurðastöðva til hagræðingar í rekstri sem síðan ætti að leiða til hærra afurðaverðs til bænda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 þar sem innviðaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 215/2022, "Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 28.11. 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 15. nóvember 2022 frá innviðaráðuneytinu. Vakin er athygli á að Byggðastofnun vinnur nú að gerð leiðbeininga og fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags. Tilefnið er nýtt ákvæði í sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sem kveður á um að "sveitarstjórn skuli móta stefnu sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum." Norðurþing varð fyrir valinu sem tilraunasveitarfélag í þessu verkefni og samstarf við sveitarfélagið hófst fljótlega eftir að sú ákvörðun var tekin. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki 1. desember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 17. nóvember 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að Fjármálaráðstefna sveitarfélaga árið 2023 verður haldin dagana 21.-22. september 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, varðandi niðurstöður könnunar sem bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB stóðu fyrir, Sveitarfélag ársins 2022. Hvatt er til þess að sveitarfélagið geri ráð fyrir þátttöku alls starfsfólks sveitarfélagsins á árinu 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 14. nóvember 2022 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.