Fara í efni

Styrkvegasjóður 2023

Málsnúmer 2212108

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 10. fundur - 05.07.2023

Lagðar fram upplýsingar frá Vegagerðinni varðandi umsókn sveitarfélagsins um fjárveitingu til styrkvega 2023. Samþykkt var að veita sveitarfélaginu 3.000.000 kr. í styrk. Fjármagninu hefur ekki verið útdeilt á verkefni, en málið er á forræði umhverfis- og samgöngunefndar.
Landbúnaðarnefnd leggur til við umhverfis- og samgöngunefnd að Unadalsafréttarvegur, Þúfnavallaleið, Hrolleifsdalsafréttarvegur, Flókadalsafréttarvegur, Haugakvíslarvegur, Heiðarlandsvegur og Kolbeinsdalsafréttarvegur fái forgang við úthlutun styrkfjárins.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 16. fundur - 18.08.2023

Vegagerðin hefur samþykkt að veita Skagafirði kr. 3.000.000,- styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í verkáætlun 2023 til verkefnisins styrkvegir í Skagafirði.
Sótt var um styrk í alls tólf verkefni. Vegagerðin hefur veitt sveitarfélaginu heimild til að ákveða hvernig fjármununum verði varið. Lagt er fram skjal með tillögu Landbúnaðarnefndar að útdeilingum fjárheimildarinnar.

Kolbeinsdalsafrétt, viðgerð á hættulegu vaði: 100 þ. kr. (verk síðan 2022 500 þ. kr.)
Unadalsafrétt, verk síðan 2022: 700 þ. kr.
Hrolleifsdalsafrétt, ræsagerð og lagfæringar: 500 þ. kr.
Flókadalsafrétt, lagfæring á verstu köflum: 300 þ. kr.
Þúfnavallaleið, árlegt viðhald: 200 þ. kr.
Haugakvíslarvegur, lagfæring á verstu köflum: 300 þ. kr.
Heiðarlandsvegur, ræsi og lagfæringar: 400 þ. kr.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar og felur Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að annast eftirlit með framkvæmdinni.