Fara í efni

Rekstur félagsheimilisins Bifrastar

Málsnúmer 2301179

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 8. fundur - 26.01.2023

Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2023 frá forsvarsmanni Króksbíós ehf. þar sem óskað er eftir fundi með atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins vegna seinkunar á framkvæmdum við Bifröst og fjárhagslegs tjóns sem fyritækið hefur orðið fyrir vegna þessa.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu byggðarráðs sem fer með málefni eignasjóðs sveitarfélagsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 33. fundur - 01.02.2023

Erindinu vísað til byggðarráðs frá 8. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. janúar 2023. Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2023 frá forsvarsmanni Króksbíós ehf. þar sem óskað er eftir fundi með atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins vegna seinkunar á framkvæmdum við Bifröst og fjárhagslegs tjóns sem fyritækið hefur orðið fyrir vegna þessa.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmann fyrirtækisins á fund ráðsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 34. fundur - 09.02.2023

Erindið áður á dagskrá 33. fundar byggðarráðs þann 1. febrúar 2023. Erindinu vísað til byggðarráðs frá 8. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. janúar 2023. Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2023 frá forsvarsmanni Króksbíós ehf. þar sem óskað er eftir fundi með atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins vegna seinkunar á framkvæmdum við Bifröst og fjárhagslegs tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna þessa. Sigurbjörn Björnsson framkvæmdastjóri Króksbíós ehf. kom á fundinn til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra fá frekari gögn frá Króksbíó ehf. og málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 40. fundur - 22.03.2023

Erindið áður á dagskrá 34. fundar byggðarráðs þann 9. febrúar 2023. Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2023 frá forsvarsmanni Króksbíós ehf. varðandi seinkun á framkvæmdum við Bifröst og fjárhagslegs tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna þessa. Á fundinum var sveitarstjóra falið að afla frekari gagna fá Króksbíó ehf. Lögð fram samantekt á rekstrarkostnaði ársins 2022 frá Króksbíó ehf. ásamt tölvupósti frá 15. mars 2023.
Byggðarráð samþykkir að greiða bætur að fjárhæð 500.000 kr. til Króksbíós ehf. vegna tafa við framkvæmdir í Bifröst og fella undir framkvæmdakostnað.