Fara í efni

Aðalgata 20b - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2306021

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Hjá byggingarfulltrúa liggur fyrir umsókn frá Þórði Karli Gunnarssyni hönnuði, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, eigenda Aðalgötu 20B á Sauðárkróki, um leyfi til að breyta útliti, innangerð og notkun húsnæðis.

Fyrhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd og húsnæði er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur. Hafi ábendingar/athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingartíma er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 35. fundur - 26.03.2024

Þórður Karl Gunnarsson byggingartæknifræðingur sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga um leyfi til að gera breytingar á innangerð og útliti húsnæðis sem stendur á lóðinni númer 20b við Aðalgötu á Sauðárkróki, ásamt því að breyta notkun þess í starfsmannaíbúðir. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 30152001, númer A-100, A-100b, A-101 og A-102, dagsettir 28.06.2023. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.