Fara í efni

Snjómokstur 2023 - 2026, útboð

Málsnúmer 2306098

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 15. fundur - 15.06.2023

Vinna við gerð útboðsgagna vegna snjómoksturs á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð er langt komin. Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu verkefnisins.

Útboðsgögn verða send út um miðjan júlí og vegna umfangs verksins verður það boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkið verður boðið út í þremur hlutum. Sviðstjóra er falið að ljúka framkvæmd útboðsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 17. fundur - 20.09.2023

Gerð útboðsgagna vegna snjómoksturs á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð er að ljúka. Frá síðasta fundi hafa verið gerðar breytingar á gögnum og voru þær kynntar nefndinni.
Um er að ræða eitt útboð með þremur útboðsliðum og sökum umfangs útboðsins skal boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.

Ingvar Páll Ingvarsson fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á útboðinu frá síðasta fundi.

Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri sat þennan lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 18. fundur - 13.10.2023

Farið var yfir útboðslýsingu sem felur í sér snjóhreinsun og hálkuvörn aksturs- og gönguleiða í þrjá vetur, þ.e. veturna 2023-2024, 2024-2025 og 2025-2026. Verkið verður boðið út í þremur hlutum eða snjómoksturs á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur tæknifræðingi á veitu- og framkvæmdasviði að auglýsa útboðið á grundvelli fyrirliggjandi útboðslýsingar með áorðnum breytingum.

Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 21. fundur - 08.02.2024

Lagðar fram til kynningar niðurstöður útboðs vetrarþjónustu fyrir þéttbýlisstaðina Sauðárkrók, Hofsós og Varmahlíð.
Lægsbjóðandi á Sauðárkróki og Hofsósi var fyrirtækið Vinnuvélar Símonar ehf. og var í kjölfarið, þann 25.01. 2024, skrifað undir fjögurra ára samning á milli Skagafjarðar og fyrirtækisins um vetrarþjónustu á þessum stöðum.
Í Varmahlíð voru tvö fyrirtæki jöfn með lægstu tilboð en niðurstaða útdrátts á milli þeirra varð sú að Víðimelsbræður ehf. hlutu vetrarþjónustuverkefni þar og var einnig skrifað undir fjögurra ára samning um þá þjónustu.
Markmið vetrarþjónustunnar er að tryggja að tilgreindar götur, gangstéttir og plön séu fær umferð gangandi og akandi vegfarenda og séu sem mest hálkulausar eftir hverja hreinsun.