Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2024 - málaflokkur 04

Málsnúmer 2309258

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 19. fundur - 03.10.2023

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024. Fyrsta tillaga að skiptingu fjármuna á milli stofnana fræðslumála yfirfarin. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu stafsmanna. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.

Fræðslunefnd - 21. fundur - 29.11.2023

Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2024. Nefndin vísar áætluninni til byggðarráðs.
Ragnar Helgason sat fundinn undir dagskrárlið nr. 1.