Fara í efni

Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár

Málsnúmer 2310042

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 13. fundur - 13.11.2023

Lögð fram gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að hækka handsömunargjald skv. 2. grein úr 10.000 kr. í 12.500 kr. frá og með 1. janúar 2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 72. fundur - 22.11.2023

Lögð fram gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár sem samþykkt var á 13. fundi landbúnaðarnefndar 13. nóvember 2023 og vísað þaðan til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 20. fundur - 13.12.2023

Vísað frá 72. fundi byggðarráðs frá 22. nóvember sl.

Lögð fram gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár sem samþykkt var á 13. fundi landbúnaðarnefndar 13. nóvember 2023 og vísað þaðan til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.