Fara í efni

Ársreikningur Skagafjarðar 2022 - bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 2310172

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 66. fundur - 18.10.2023

Lagt fram bréf dagsett 13. október 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning 2022. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2022. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið
eftirlitsnefndar vegna rekstrar fyrir A-hluta. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar
forsendur sveitarfélagsins til að ná tilgreindum lágmarksviðmiðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Mikilvægt er að gerð verði útkomuspá fyrir árið 2023 sem grunnforsenda fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og skilað til EFS þegar spáin liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Vísað frá 66. fundi byggðarráðs frá 18. okt sl. þannig bókað:

"Lagt fram bréf dagsett 13. október 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning 2022. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2022. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið
eftirlitsnefndar vegna rekstrar fyrir A-hluta. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar
forsendur sveitarfélagsins til að ná tilgreindum lágmarksviðmiðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Mikilvægt er að gerð verði útkomuspá fyrir árið 2023 sem grunnforsenda fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og skilað til EFS þegar spáin liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.