Fara í efni

Neðri-Ás 3 L146477 - Umsókn um leyfi til niðurrifs mannvirkja.

Málsnúmer 2312031

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 29. fundur - 15.12.2023

Ragna Hrund Hjartardóttir, sækir f.h. dánarbús Eggerts Ólafssonar um leyfi til að fjarlægja eftirfarandi eignir af lóðinni Neðri Ás 3, L146477 í Hjaltadal. Mhl. 01, 9 fermetra skúr byggður 1992, mhl. 02, 63 fermetra einbýlishús byggt 1995 og mhl. 03, 29,8 fermetra geymsla byggð 2000. Fyrirhugað er að flytja einbýlishúsið mhl. 02 að Hegrabjargi 2, L230360 í Hegranesi. Erindið samþykkt.