Fara í efni

Kornrækt Hofsósi

Málsnúmer 2402195

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 16. fundur - 07.03.2024

Lagður fram tölvupóstur, dags. 20.2. 2024, þar sem Rúnar Númason óskar eftir 5 ha landi undir kornrækt innan þéttbýlismarka Hofsóss, á svæði sem skráð er athafnasvæði á þéttbýlisuppdrætti í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Óskað er eftir landinu leigulaust en svæðinu yrði skilað sem túni að leigutíma loknum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að vísa erindinu til afgreiðslu byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 89. fundur - 20.03.2024

Vísað frá 16. fundi landbúnaðarnefndar þannig bókað:
"Lagður fram tölvupóstur, dags. 20.2. 2024, þar sem Rúnar Númason óskar eftir 5 ha landi undir kornrækt innan þéttbýlismarka Hofsóss, á svæði sem skráð er athafnasvæði á þéttbýlisuppdrætti í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Óskað er eftir landinu leigulaust en svæðinu yrði skilað sem túni að leigutíma loknum. Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að vísa erindinu til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að hafna erindinu þar sem auglýsa ber land á vegum sveitarfélagsins sem ætlað er til útleigu og fyrir það er innheimt leigugjald. Byggðarráð samþykkir jafnframt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að taka saman gögn um land sveitarfélagsins sem hugsanlega mætti auglýsa til útleigu á Hofsósi og nágrenni.