Fara í efni

Samráð; Frumvarp til laga um námsgögn

Málsnúmer 2403116

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 89. fundur - 20.03.2024

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 74/2024, "Frumvarp til laga um námsgögn". Umsagnarfrestur er til og með 25.03.2024.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar frumvarpinu en bendir á að æskilegt væri að skilgreina betur hugtakið námsgögn og yfir hvers konar gögn og gæði það nær yfir. Nær það eingöngu yfir bækur eða gögn á stafrænu formi eða nær það einnig til t.d. spjaldtölva, íþróttafatnaðar eða hesta og efniskaupa vegna iðnnáms? Byggðarráð bendir einnig á að sárlega skortir mat á áhrifum frumvarpsins á kostnað sem hugsanlega gæti lent á sveitarfélögum landsins.