Fara í efni

Samráð; Drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2024-2027

Málsnúmer 2403117

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 89. fundur - 20.03.2024

Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 78/2024, "Drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2024-2027". Umsagnarfrestur er til og með 22.03.2024.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu og fagnar sérstaklega aukinni áherslu á fræðslu- og kynningarefni og námskeið sem lagt er til að Jafnréttisstofa og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið beiti sér fyrir, svo og þróun mælaborðs fyrir tölfræði á sviði jafnréttismála. Einnig er afar jákvætt að setja eigi á fót rafræna og miðlæga upplýsinga- og umsóknagátt fyrir viðurkenningu á faglegri menntun og vinna að fjölgun karla í kennslu. Jafnframt er afar mikilvægt að vinna eigi að forvarnar- og viðbragðsáætlun vegna ofbeldis gegn fötluðum konum.