Fara í efni

Fréttir

24.03.2025

Myndband til kynningar á nýjum verkefnavef fyrir aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040

Opnaður hefur verið verkefnavefur þar sem hægt er að kynna sér vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040. Kynning vinnslutillögu er fram til 25. apríl nk. Markmið með gerð verkefnavefsins er að kynna vinnslutillögu nýs aðalskipulags vel fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Myndbandið hér fyrir neðan útskýrir vel hvernig...
21.03.2025

Byrjað að safna saman viðburðum í viðburðadagskrá Sæluviku

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði verður haldin vikuna 27. apríl - 3. maí nk. Markmiðið með Sæluviku er að bjóða upp á metnaðarfulla og fjölbreytta viðburðadagskrá í Skagafirði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Leiksýningar, myndlistasýningar, ýmsar listasýningar, tónleikar, matartengd menning, skipulagðar...
19.03.2025

Styrkir í þágu farsældar barna

Mennta- og barnamálaráðherra auglýsir eftir umsóknum frá íslenskum félagasamtökum um styrki til verkefna sem stuðla að farsæld barna. Um er að ræða einsskiptis styrki sem ætlað er að styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og menntastefnu til ársins 2030. Styrkirnir eru meðal annars veittir til verkefna sem snúa...
17.03.2025

Heitavatnslaust við Sauðármýri og nágrenni þriðjudaginn 18. mars

Vegna viðgerða á götulögn hitaveitu við Sauðármýri verður lokað fyrir rennsli kl. 13:00 á morgun, þriðjudaginn 18. mars. Svæðið sem verður heitavatnslaust má sjá á meðfylgjandi mynd.
14.03.2025

Hólf til sölu austan Hofsóss

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til sölu hólf nr. 23 austan Hofsóss, sunnan Deildardalsafleggjara, sem sjá má á meðfylgjandi korti. Hólfið er 15,75 ha að stærð. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2025. Nánari upplýsingar veitir Kári Gunnarsson, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á kari@skagafjordur.is.
13.03.2025

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 Kynning á vinnslutillögu

Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 Kynning á vinnslutillögu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 36. fundi sínum þann 12.03.2025 að kynna drög að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Drög að nýju aðalskipulagi Skagafjarðar fela í...
11.03.2025

Anna María Magnúsdóttir ráðin forstöðumaður heimilis fyrir fatlað fólk á Blönduósi

Anna María Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns heimilis fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Anna María er með sjúkraliðapróf og hefur lokið námi í skrifstofuskóla Farskóla Norðurlands vestra. Anna María hefur góða reynslu af vinnu í þjónustu við fatlað fólk og mikla innsýn í þjónustuna en síðustu sex ár hefur hún unnið sem starfsmaður...
10.03.2025

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 12. mars nk.

36. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 12. mars 2025 og hefst kl. 16:15. Dagskrá: Fundargerð 1.    2502008F - Byggðarráð Skagafjarðar - 133 1.1 2412100 - Útboð - Heimsending matar á Sauðárkróki1.2 2412102 - Útboð - Akstur í og úr dagdvöld aldraðra1.3 2309276 - Faxatorg - verðmat1.4 1703293 -...
06.03.2025

Framkvæmdir í búningsklefum sundlaugarinnar í Varmahlíð - Tafir á opnunartíma 7. mars

Vegna framkvæmda í búningsklefum sundlaugarinnar í Varmahlíð er skert aðgengi að kvennaklefa í dag, fimmtudaginn 6. mars. Á morgun verður laugin lokuð fyrripartinn, eða til kl. 17. Opnunartími sundlaugarinnar verður því frá kl. 17:00 - 21:00 föstudaginn 7. mars.
06.03.2025

Lokaáfangi á mælavæðingu á Sauðárkróki stendur yfir

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum Núna stendur yfir lokaáfangi á mælavæðingu á Sauðárkróki. Búið er að setja upp mæla í Hlíðar- og Túnahverfi ásamt fyrirtækjum og hafinn er lokaáfanginn að því að setja upp mæla í útbænum (gamla bænum) og stefnan er að ljúka því fyrir vorið. Núna verða mælar settir upp óháð því í hvað ástandi húskerfin eru....