Fara í efni

Fréttir

30.12.2024

Endurnýjun rafrænna klippikorta fyrir sorpmóttöku er 1. febrúar

Gildistími rafrænna klippikorta fyrir árið 2024 er til og með 31. janúar 2025.  Greiðendur fasteignagjalda fyrir árið 2025 geta sótt nýtt kort fyrir árið 2025 eftir 1. febrúar nk. á síðunni skagafjardarkort.is. Áfram verður í boði fyrir þá sem vilja fá útprentað klippikort að koma í ráðhúsið og fá slík kort afhent þar.
28.12.2024

Áramótabrennur og flugeldasýningar í Skagafirði

Nú líður að lokum ársins 2024 og verður árið kvatt og nýju ári fagnað með áramótabrennum og flugeldasýningum eins og hefð er fyrir. Hér að neðan eru upplýsingar um áramótabrennur og flugeldasýningar í Skagafirði á gamlársdag: Hofsós Kl. 17:00 – Áramótabrenna við Móhól ofan við Hofsós. Flugeldasýning hefst kl. 17:30.Umsjón: Björgunarsveitin...
23.12.2024

Gleðileg jól!

Við óskum starfsfólki, íbúum Skagafjarðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á árinu 2025 með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Skagafjarðar
20.12.2024

Opnunartími íþróttamannvirkja yfir jól og áramót

  Sundlaug Sauðárkróks Sundlaugin Hofsósi Sundlaugin Varmahlíð Sundlaugin Sólgörðum Íþróttahúsið Sauðárkróki 23. des  06:50 - 20:30 07 - 13 / 17 - 20 16:00 - 21:00 20:00 - 22:00 08:00 - 23:00 24. des  09:00 - 12:00 09:00 - 12:00 Lokað Lokað Lokað 25. des Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað 26....
20.12.2024

Opnunartími afgreiðslu og símsvörunar í Ráðhúsinu um jól og áramót

Opnunartími afgreiðslu og símsvörunar í Ráðhúsinu verður sem hér segir um hátíðirnar: Þorláksmessa Samkvæmt hefðbundnum opnunartíma 10:00 - 12:00 / 12:30 - 15:00 Aðfangadagur Lokað Jóladagur Lokað Annar í jólum Lokað 27. desember - föstudagur Samkvæmt hefðbundnum opnunartíma 10:00 - 12:00 / 12:30 - 15:00 30....
16.12.2024

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 18. desember

33. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 18. desember 2024 og hefst kl. 16:15. Dagskrá:   Fundargerð1.     2411019F - Byggðarráð Skagafjarðar - 124   1.1 2411054 - Byggðasaga Skagafjarðar - Lokauppgjör1.2 2411158 - Hæglætishreyfingin á Íslandi - Styrkbeiðni1.3 2411159 -...
13.12.2024

Íbúakönnun meðal búfjáreigenda um söfnun dýrahræja

Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 28. nóvember sl., var samþykkt að gera rafræna netkönnun meðal búfjáreigenda í Skagafirði um þá möguleika sem kynntir voru í söfnun dýrahræja og sláturúrgangs á opnum fundi í Ljósheimum. Niðurstöður könnunarinnar verða hafðar til hliðsjónar við ákvarðanatöku um hvaða leið verður valin, en ráðgert er að...
11.12.2024

Deiliskipulagstillögur: Hofsstaðir sveitasetur – Hótel og Tumabrekka land 2

Hofsstaðir sveitasetur – Hótel (mál nr. 1480/2024 í Skipulagsgáttinni) Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 27. fundi sínum þann 15. maí 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Hofsstaði sveitasetur - Hótel í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt uppdrætti og skýringaruppdrætti dagsett...
11.12.2024

Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 30. fundi sínum þann 18. september 2024 að auglýsa eftirtaldar átta tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Deplar í Fljótum - Mál nr. 878/2024 í SkipulagsgáttTillaga felur í sér að breyta afmörkun á verslun og...
04.12.2024

Notendur hitaveitu út að austan

Vegna strengvæðingar Rarik á norðanverðum Tröllaskaga og rafmagnstruflana af þeim sökum fór rafmagn af dælustöð í Hrolleifsdal. Af óviðráðanlegum orsökum fór sjálvirkt varaafl ekki í gang, en strax var brugðist við og varaafli komið á. Nokkurn tíma tekur að keyra upp þrýsting, en allir notendur ættu að vera komnir með heitt vatn upp úr hádeginu.