Fara í efni

Hafnarstjórn

3. fundur 12. nóvember 1998 kl. 08:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 3 – 12.11.98

 

   Ár 1998, fimmtudaginn 12. nóv. kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 8,15.

Mættir voru: Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Eiríkur Jónsson, og Pétur Valdimarsson. Auk þeirra sátu fundinn Hallgrímur Ingólfsson, bæjartæknifræðingur, Guðmundur Árnason, hafnarvörður og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  Hafnaáætlun 1999-2002

 

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf frá Siglingastofnun 6. nóv. sl. varðandi Hafnaáætlun 1999-2002.  Í  bréfinu eru kynntar tillögur Siglingastofnunar um framkvæmdir við hafnir við Skagafjörð.  Eru tillögurnar þessar:

Sauðárkrókur:

Árið 1999:  Tengibraut Hafnargarður – Sandeyri (800 m2) kr. 3.000.000.-

Dýpkun snúningssvæði og innsigling í 8 m., við þil í 8,5 m. (75000m3) kr. 16.200.000.-

Árið 2000:  Engar framkvæmdir.

Árið 2001:  Stálþil Norðurgarði, endurbyggt fremsti hluti og lengt 40 m. (110 m., dýpi 8,5 m.)  kr. 23.900.000.-

Árið 2002:  Stálþil Norðurgarði, endurbyggt fremsti hluti og lengt 40 m. (110 m.,dýpi 8.5 m) kr. 38.900.000.-

Dýpkun, snúningssvæði og innsigling í 8 m., við þil 8,5 m. (75000m3) kr. 13.200.000.-

Stálþil við Norðurgarð, lagnir, lýsing og steypt þekja (2200m2) kr. 25.900.000.-

Hofsós:

Engar framkvæmdartillögur.

Haganesvík:

Engar framkvæmdartillögur.

 

Hafnarstjórn telur tillögur Siglingastofnunar óásættanlegar og leggur til að framkvæmdir verði sem hér segir:

Sauðárkrókur:

1999:  Stálþil Norðurgarði endurbyggt fremsti hluti og lengt 60 m. (130m., dýpi 8,5m) kr. 76.000.000.-

2000:  Stálþil við Norðurgarð, lagnir, lýsing og steypt þekja (2200m2) kr. 25.900.000.-

Dýpkun snúningssvæði og innsigling í 8 m., við þil 8,5 m (75000m3) kr. 29.400.000.-

2001:  Lenging sandfangara  (30m)  kr. 12.000.000.-

2002:  Tengibraut Hafnargarður – Sandeyri (800m2)  kr. 3.000.000.-

Grjótvörn á vesturkant í smábátahöfn  kr. 1.800.000.-

 

Vegna Hofsóshafnar leggur Hafnarstjórn til eftirfarandi:

Unnið verði skipulag hafnarsvæðisins m.t.t. hafnarþarfar í dag.  Aukið verði viðlegurými báta við  Árgarð.  Þvergarður verði lengdur til norðurs um 5 m.  Sett grjótvörn vestan á Norðurgarð.  Sett verði flotbryggja við Vesturfarasetur.  Gerð verði grjótvörn við Vesturfarasetur.  Gerð verði grjótvörn sunnan Árvers.  Gerð verði upptökubraut fyrir smábáta.

 

Vegna Haganesvíkur leggur Hafnarstjórn eftirfarandi til:

Dýpkað verði við garð þannig að dýpi sé nægilegt fyrir þá útgerð sem stunduð er frá Haganesvík, vor og sumar.

 

Hafnarstjórn felur formanni að taka upp viðræður við Siglingastofnun um málefni hafnanna á Hofsósi og í Haganesvík.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð uppl. og samþ. Fundi slitið.

 

Pétur Valdimarsson                                                   Snorri Björn Sigurðsson

Björn Björnsson                                                         Hallgrímur Ingólfsson

Eiríkur Jónsson                                                          Guðmundur L. Árnason

Brynjar Pálsson